Færsluflokkur: Bloggar
24.2.2008 | 16:16
Brotalöm í hönd
Bloggar | Breytt 6.6.2008 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2008 | 09:56
Staða konunnar...
Gota með kærustuna í bandi vísað úr strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2008 | 07:16
Alvöru Pólstjarna
Þetta hefur verið hressandi sigling yfir Atlantshafið. Siglandi kókaínfjall sem hefði nánast getað sökkt Titanic hefði þau skip mæst í myrkri.
Þess má til gamans geta að götuvirði þessa magns hér á landi er kr. 9,000,000,000,eða níu milljarðar króna. Þá er um óblandaðan skammt að ræða. Segjum að efnið sé drýgt í hlutföllunum 1:3 þá er talan komin í 21 milljarð. Mikill er vímuþorsti mannkyns.
Fundu 600 kg af kókaíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.1.2008 kl. 04:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.1.2008 | 02:56
Að græða aukatíma
Nú er gríðarlegt tækifæri í augsýn. Tækifæri sem ekki kemur aftur fyrr en eftir fjögur ár.
Málið er nefninlega að nú er nýhafið hlaupaár. Það þýðir að við fáum heilar tuttuguogfjórar klukkustundir aukalega þetta árið beint upp í hendurnar. Þetta er auðvitað mikil kjarabót, sérstaklega fyrir jafn vinnuglaða þjóð og Íslendinga. Það má því búast við feitari tékka eftir þennan langa febrúarmánuð en síðustu ár.
Hvað á maður að gera við svona aukatíma ef maður er ekki vinnufíkill? Spurning hvort maður eyði honum í góðgerðarstarfsemi eða hreinlega dekri við sjálfan sig?
Það er nú einu sinni svo að margt er hægt að afreka á einum sólarhring. Þetta jafngildir tveimur tímum á hverjum mánuði ársin. Hálftíma á viku. Hvað er hægt að gera sniðugt á hálftíma sem við fáum alveg gefins?
Ég er að hugsa um að eyða þessum tíma í konuna mína en er veikur á svellinu. Hugsanlega fer þessi vikulegi hálftími bara í einhverja vitleysu. Eins og að skrifa tilgangslausa bloggfærslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2007 | 00:56
Þá fer þetta að skella á og stutt í áramót
Er að fara að demba mér í 10 ára hefð. Að horfa á National Lampoon's Christmas Vacation á aðfaranótt tuttugastaogfjórða. Það er bara eitthvað við þessa mynd sem kemur mér í jólaskapið. Rölti smá Laugaveg í kvöld. Ótrúleg mannmergð. Varla hægt að komast áfram.
Svo er það vinna í fyrramálið kl. 9 stundvíslega. Einn af fáum dögum sem maður lætur sig hafa það að mæta í jakkafötum. Ég á erfitt með að skilja þá pólitík á sumum vinnustöðum þar sem jakkafatabrúkun er skylda. Finnst það óttalega 20. aldarlegt.
Bið annars að heilsa öllum og vona að þið hafið það gott. Munið að slappa af, það vill gleymast. Verum hress og ...
...gleðileg bítlajól...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.11.2007 | 08:52
Þykir nú bara nokkuð gott
Unglingadrykkja á Tropical | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 04:40
Maður spyr sig...
...af hverju munntóbak var tekið af markaði hér á landi fyrst það er hættuminna en tóbaksreykingar? Ég hef heyrt því fleygt að í kjölfar reykingabanns á skemmtistöðum séu jafnvel dannaðar dömur farnar að fylla skoltinn af tóbakspúðum til að þurfa ekki að hírast undir vegg með rettuna. Smygl á munntóbaki er talsvert og eru dósirnar seldar dýrum dómi á "svarta markaðnum" hér á landi.
Maður veltir því fyrir sér; af hverju var fínkorna tóbak bannað en ekki reyktóbak? Af hverju ekki reyktóbakið frekar og hinu hættuminna haldið . Hvenær ætli öll tóbaksneysla verði bönnuð í landinu?
Hver ætli taki þessar ákvarðanir?
Munntóbaki fylgir aukin hætta af völdum hjartaáfalla og heilablóðfalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2007 | 05:50
Trúarleg siðferðisklemma sem setur eilíft líf mitt í hættu
Nú er ég í blússandi vandræðum!
Kona mín elskuleg segir að ég eyði meiri tíma í tölvuna en hana. Þetta er vont að heyra. Ég reyndi að segja henni að Guð leyfi mér ekki að liggja hjá henni meðan hún er á blæðingum! Hún er ekki að kaupa þessa skýringu. Nú stend ég frammi fyrir því að eiga tvo valkosti og "hvárki góðan" eins og segir í eddukvæðum. Lifa helvíti á jörðu undan brennandi augnaráði konu minnar elskulegrar, eða verða kastað í ystu myrkur andlegrar tilveru af réttlátum Guði mínum. Ég spyr því kæru bloggarar; Hvað á ég að gera???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.11.2007 | 06:21
Samt ofnotað lyf
Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.11.2007 | 06:46
Furðulegt orð
Óeirðir brutust út á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)