Þá fer þetta að skella á og stutt í áramót

Chevy Chase upplýsturEr að fara að demba mér í 10 ára hefð. Að horfa á National Lampoon's Christmas Vacation á aðfaranótt tuttugastaogfjórða. Það er bara eitthvað við þessa mynd sem kemur mér í jólaskapið. Rölti smá Laugaveg í kvöld. Ótrúleg mannmergð. Varla hægt að komast áfram.

Svo er það vinna í fyrramálið kl. 9 stundvíslega. Einn af fáum dögum sem maður lætur sig hafa það að mæta í jakkafötum. Ég á erfitt með að skilja þá pólitík á sumum vinnustöðum þar sem jakkafatabrúkun er skylda. Finnst það óttalega 20. aldarlegt.

 

 

 

 

Bið annars að heilsa öllum og vona að þið hafið það gott. Munið að slappa af, það vill gleymast. Verum hress og ...

 

 

...gleðileg bítlajól... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleðileg Jól Páll og megi gæfan hossa þér og hampa á nýju ári.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.12.2007 kl. 01:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Deili með þér þessu fetishi með National Lampoons Christmas Vacation.  Myndin er gargandi meistaraverk frá senu til senu.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.12.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...hann er einmitt að höggva niður tréið í þessum rituðu

Páll Geir Bjarnason, 24.12.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband