Trúarleg siðferðisklemma sem setur eilíft líf mitt í hættu

 Nú er ég í blússandi vandræðum!

 

Kona mín elskuleg segir að ég eyði meiri tíma í tölvuna en hana. Þetta er vont að heyra. Ég reyndi að segja henni að Guð leyfi mér ekki að liggja hjá henni meðan hún er á blæðingum! Hún er ekki að kaupa þessa skýringu. Nú stend ég frammi fyrir því að eiga tvo valkosti og "hvárki góðan" eins og segir í eddukvæðum. Lifa helvíti á jörðu undan brennandi augnaráði konu minnar elskulegrar, eða verða kastað í ystu myrkur andlegrar tilveru af réttlátum Guði mínum. Ég spyr því kæru bloggarar; Hvað á ég að gera???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sofðu hjá henni í orðsins fyllstu.  Þá hefurðu réttlætt þig með orðhengilshætti eins og trúaðra er siður.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 06:29

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég var nú bara að hugsa um að grýta hana þar sem hún dirfist að andmæla mér, eiginmanni sínum!

Páll Geir Bjarnason, 15.11.2007 kl. 06:52

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Assgoti eruð þið góðir

Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 07:43

4 identicon

Veistu ég er einmitt í sömu sporum og þú guð eða konan... Mín var alls ekkert sátt þegar ég stakk upp á að útbá kofa handa henni til að eyða "óhreinu dögunum" í. Ég er kominn á það að ég þurfi að grýta mína líka

Gissur Örn (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:04

5 Smámynd: Halla Rut

Konan er "næmust" á túr...Veistu það ekki.....Gefðu henni einn góðan, strjúktu henni svo um bakið og hár, þá sofnar hún með bros á vör og þá ertu laus og getur hlammað þér fyrir framan tölvuna og skrifað fullnægður út um allt blogg. Guð er svo upptekin í Afríku þessa dagana að hann kemst ekkert að þessu.

Halla Rut , 15.11.2007 kl. 13:20

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Fór að ráðum Höllu. Beið skjálfandi eftir að verða lostinn af eldingu ...ekkert. Hann er líklega upptekinn í augnablikinu. Hurð skall nærri hælum. Ég ætla að bíða aðeins með grjótið. Óska samt eftir góðum hnullungum með góðu gripi. Gætu komið í góðar þarfir fljótlega. Það er nefninlega svo vandlifað í rétttrúnaðinum.

Páll Geir Bjarnason, 15.11.2007 kl. 18:55

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Konan óskar þess að fram komi að færslan er uppspuni einn. Hún er rituð af undirrituðum meðan hann var á næturvakt í vinnu sinni en konan heima sofandi. Engar blæðingar áttu sér stað umrædda nótt. Lygin er synd mín. Grýtingar afþakkaðar

Þetta vekur mig þó til umhugsunar. Ansi er konan orðin sleip í íslensku. Ég þarf greinilega að gæta mín á hvað ég segi og skrifa

Páll Geir Bjarnason, 16.11.2007 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband