Að græða aukatíma

Nú er gríðarlegt tækifæri í augsýn. Tækifæri sem ekki kemur aftur fyrr en eftir fjögur ár.

Málið er nefninlega að nú er nýhafið hlaupaár. Það þýðir að við fáum heilar tuttuguogfjórar klukkustundir aukalega þetta árið beint upp í hendurnar. Þetta er auðvitað mikil kjarabót, sérstaklega fyrir jafn vinnuglaða þjóð og Íslendinga. Það má því búast við feitari tékka eftir þennan langa febrúarmánuð en síðustu ár.

TímamælirHvað á maður að gera við svona aukatíma ef maður er ekki vinnufíkill? Spurning hvort maður eyði honum í góðgerðarstarfsemi eða hreinlega dekri við sjálfan sig?

Það er nú einu sinni svo að margt er hægt að afreka á einum sólarhring. Þetta jafngildir tveimur tímum á hverjum mánuði ársin. Hálftíma á viku. Hvað er hægt að gera sniðugt á hálftíma sem við fáum alveg gefins?

Ég er að hugsa um að eyða þessum tíma í konuna mína en er veikur á svellinu. Hugsanlega fer þessi vikulegi hálftími bara í einhverja vitleysu. Eins og að skrifa tilgangslausa bloggfærslu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Verr og miður þá neiðist ég að EYÐA ÞESSUM GRÁTBÖLVUÐU AUKATÍMUM í vinnunni minni. Minni vinna meira gaman. Ég sé mig tilneiddann að skíta nokrum AUKA "JÓNUM sigurðsonum" Ofan í kamarinn þegar ég tefli eina hraðskák við páfann ellega neiðist ég til  skipta Þessum EXTRAPLÚS rauðuþjóðhöfðingjapapírsbleðlum út fyrir öli.

Brynjar Jóhannsson, 9.1.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...jaseisei

Páll Geir Bjarnason, 9.1.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband