Samt ofnotað lyf

Ég er samt viss um að of mörg börn hér á landi eru sett á þetta lyf. Þessi þjóð virðist sólgin í skyndilausnir af þessu tagi. Lyfjagjöf hér á landi er ótrúlega mikil og erfitt að trúa því að við séum líffræðilega öðruvísi en annað fólk. Ég tek fram að vissulega eru til ofvirk börn sem koma vel út úr lyfjagjöf, en ég held að nauðsynlegt sé að beita atferlismeðferð með til að hámarka árangurinn og jafnvel hjálpa þeim að losna við lyfin fyrr en ella. En er þetta innlend frétt???
mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Gæti ekki verið meira sammála þér. Það sem gleymist líka í þesssari umræðu er að vegna þess hve mikið af þessum lyfum er ávísað þá eru þetta þau lyf sem eru hve mest í umferð meðal unglinga sem verða háð lyfjum. Hygg að læknadóp sé eitt af því sem skiptir hve mest um hendur á fíkniefnamarkaði hérlendis meðal ungs fólks.

Birgitta Jónsdóttir, 13.11.2007 kl. 07:26

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Já. Svo er viðhorf til lyfja líka mjög brenglað. Margir líta ekki á fjöldaframleidd lögleg lyf sem dóp.

Páll Geir Bjarnason, 13.11.2007 kl. 07:33

3 identicon

Þegar kemur að lyfjagjöf til barna þá eru foreldrar mjög mismunandi þar eins og annars staðar. Sumir falla undir þær skilgreiningar sem hafðar eru í frammi, þ.e. að setja börnin sín á lyf hikstalaust, en aðrir alls ekki. Kannski hefur fólk ekki annað val, þar sem þeir fara oft eftir ráðleggingum okkar færasta fólks í faginu. Ég á vinkonu sem neitaði að setja börnin sín á lyf, en áttaði sig ekki á því að hún var að hafa mikið af sonum sínum tveimur. Eldri sonurinn fór á lyf í 3 ár, náði sér á strik félagslega og lífið blasir við honum í dag. Má segja að hún hafi skemmt nokkuð fyrir honum með því að setja hann ekki á lyf fyrr, en hann náði engri einbeitingu og var mjög mjög hvatvís án lyfjanna. Nú nokkrum árum síðar er hann í stífum ramma, en plummar sig mjög vel. Ég er því fylgjandi lyfjum við ofvirkni en eftirlit þarf að vera betra ef það er.

Annað áhugavert við þessa grein er að atferlismeðferð er að skila árangri. Sálfræðingar eru ein stétt sem almenningur hefur því miður ekki tök á að nýta sér. Það er pólitískt mál og virðist ekki vilji til að greiða sálfræðimeðferð niður. Þegar börn fá greiningar þá hafa foreldrar oft gengið þrautargögnu fram að þeim tíma og fátt annað í boði en lyf. Skólarnir eru ekki í stakk búnir til að sinna þessum börnum, foreldrarnir í misgóðu ástandi til þess og ekki pólitískur vilji til að greiða götu þeirra sem eru með veikindi tengd geðinu. Að lokum vil ég benda á að foreldrar sem eiga veik börn verða oft fyrir miklum fordómum og engan veginn er hægt að setja þá alla undir einn hatt, ekki frekar en aðra foreldra.

Lifið heil:)

Hanna (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 08:26

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Laukrétt Hanna. Enda segi ég að vissulega séu til ofvirk börn sem þurfi lyf. Ég er samt á því að fjöldi greininga er vafasamur, á gráu svæði og oft beinlínis rangur.

Það væri þjóðþrifamál að Ríkið sæi sér fært að niðurgreiða sálfræðiaðstoð. Það er ótrúlega margt í heilbrigðis- og félagsmálum sem er óviðunandi í okkar allsnægtarþjóðfélagi.

Páll Geir Bjarnason, 13.11.2007 kl. 08:39

5 Smámynd: Kári Magnússon

Mér viðrist að hegðun sem leiðir til ADHD greiningar byrji oftast í skóla. Mér skilst líka að ADHD tilfelli séu sjaldgæf á leikskólum en svo byrji vandamálin þegar komið er í skólann.

Væri þá ekki rétt að leita orsakanna þar?

Mér finnst ekkert skrítið að börn eigi við einbeitingarskort að stríða og líði illa í skóla, ekki frekar en að maður sem situr í fangelsi sé þunglyndur.

Vandinn er sá að skólakerfið er svo heilagt að það þykir betra að gefa börnum sterk lyf frá vafasömum lyfjaframleiðendum en að taka þau úr skóla eða breyta skólakerfinu.

Að taka barn úr skóla yrði lagt að jöfnu við að skera af því annan fótinn því að það myndi takmarka möguleika þeirra í framtíðinni. Samt vitum við vel að listamenn, bissnessnenn, og snillingar eins og Einstein voru tossar í skóla.

Ég vill árétta að ég geri mér grein fyrir að ADHD er til og er alverlegt. Mér sýnist bara að skólavist sé stór áhættuþáttur í að vera ranglega greindur með röskunina.

P.S með orðinu "skóli" í þessu innslagi á ég við skólakerfið eins og við þekkjum það.


Sjá umræðu hér

Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband