Maður spyr sig...

...af hverju munntóbak var tekið af markaði hér á landi fyrst það er hættuminna en tóbaksreykingar? gómsætir munngátspúðarÉg hef heyrt því fleygt að í kjölfar reykingabanns á skemmtistöðum séu jafnvel dannaðar dömur farnar að fylla skoltinn af tóbakspúðum til að þurfa ekki að hírast undir vegg með rettuna. Smygl á munntóbaki er talsvert og eru dósirnar seldar dýrum dómi á "svarta markaðnum" hér á landi.

Maður veltir því fyrir sér; af hverju var fínkorna tóbak bannað en ekki reyktóbak? Af hverju ekki reyktóbakið frekar og hinu hættuminna haldið . Hvenær ætli öll tóbaksneysla verði bönnuð í landinu?

Hver ætli taki þessar ákvarðanir?


mbl.is Munntóbaki fylgir aukin hætta af völdum hjartaáfalla og heilablóðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...t.d. hef ég ekki heyrt um neinn sem hefur fengið krabbamein og látið lífið úr "óbeinni munntóbaksnotkun".

Páll Geir Bjarnason, 16.11.2007 kl. 07:56

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Já. Þetta er afar þversagnakennt allt saman.

Páll Geir Bjarnason, 16.11.2007 kl. 18:59

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Mér finnst nú íslenski ruddinn vafinn í tork ekki eins ljúfur og Generallinn. Eða þá Onyx-inn sem ég fíla best. Það er hins vegar kornastærðin sem ræður. Ruddinn er nógu grófur til að vera leyfður. Málið er af hverju banna það tóbak sem er minna skaðlegt en halda því skaðlega? Það er ekkert nema óttinn við fjöldann sem ræður þeirri ákvörðun. Nota tækifærið og losna við þá vöru sem nýtur miklum mun minni hylli. Svo er þrengt að sígarettunni. Nú má hvergi reykja svo það sem alvöru nikótínfíklum dettur fyrst í hug er auðvitað ... hmmm, munn og neftóbak! Það hefur ekki óbein skaðleg áhrif á sessunauta og vinnufélaga. En nei, það er búið að koma í veg fyrir þá lausn. Skítlegt...

Páll Geir Bjarnason, 24.11.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband