Alltaf gott að fá sér einn og svo út að hlaupa


Kjúklingur og hvítvín

Það virðist vera sama hvað um er rætt, regluleg líkamsrækt er oftast nefnt sem svona hliðarathöfn við eitthvað sem er gott. Herbalife, Hydroxycut og hvað sem allar þessar megrunar- og heilsuvörur heita koma alltaf með þeim leiðbeiningum að þau virki undravel svo lengi sem maður bara breyti mataræði og hreyfi sig reglulega. Þetta er svona naglasúpusyndróm. Þarf bara einn nagla í hörkusúpu...svo lengi sem þú bætir við kjöti, grænmeti, kryddi o.s.frv. Ég tók upp á að hugsa aðeins betur um mataræðið og stunda reglulega hreyfingu fyrir 2ur árum og árangurinn er heilmikill. Sleppti alveg þrautmarkaðssettum töfralausnum og notaði bara hliðarathafnirnar.

En minna en sjö glös af víni á viku, það er forsendan. Athugið að nefnt er vín, ekki brenndir drykkir eða bjór. Ætli myndin skekkist mikið ef notað er annað en vín? Eitt vínglas á dag er mjög lítið magn af vínanda. Hvernig ætli það sé annars fylgst með 12.000 manns á 20 árum? Ef meðaltalið hjá þeim var eitt glas á dag þýðir það 87,600,000 vínglös. Það er mikil vínsúpa.

mbl.is Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband