...á morgun

...áfram svo! ...hefst EM í knattspyrnu. Heill mánuður af sælu Grin

Brotalöm í hönd

I can see my house from here! Lítið hefur verið bloggað upp á síðkastið en það á sér eðlilegar skýringar. Ég álpaðist nefninlega til að framkvæma áhættusaman leik, stökkva á skíðum. Stökkið varð í sjálfu sér mjög gott, hátt og kraftmikið. Hins vegar varð lendingin ekki eins og best verður á kosið. Ég lenti nefninlega kylliflatur á andliti og bringu í harðfenninu. Við þetta splundraðist bein í hönd, brákuðust tvö rifbein, sprakk vör, rispaðist hálft andlitið og losnuðu tvær tennur. Þegar ég rankaði úr rotinu stuttu síðar þurfti ég að fara í aðgerð á hönd og hef verið með þá hægri í gipsi s.l. 4 vikur. Sannkölluð brotalöm í hönd. Blóm og kransar afþakkaðir en stöku tissjú velkomið.

Staða konunnar...

Goti viðrar spúsu sína ...er bersýnilega í bandi við hlið "eiganda" síns skv. þessum ágætu Gotum. Maður veltir fyrir sér hvað Sóleyju Tómasdóttur fyndist nú um þetta? Ég er ekki hissa á að blessuðum Gotanum hafi þótt þetta sérkennileg tillaga hjá unnustunni. Ekki myndi ég nenna að standa í þessu þó hugmyndin sé vissulega skemmtileg og frumleg. Þetta er samt frábær lausn fyrir fólk sem hugnast ekki að axla neina ábyrgð. Meðvitaðar aðgerðir til að sleppa billega frá daglegu amstri. Stundum er þægilegt að láta hugsa algerlega um sig. Í fornsögunum nefndust slíkir menn kolbítar. Þeir risu þó ávallt úr öskustó að lokum, slepptu pilsfaldi móður sinnar og gerðust allra manna gjörvulegastir. Ég spá því að eins sé farið með þessa ágætu gotnesku unglingsstúlku. Þegar hún þroskast aðeins á hún eftir að sleppa ólinni. Sú spurning sem brennur mest á vörum mínum er þó hvort hún hringi sig til fóta eigandans á næturnar?
mbl.is Gota með kærustuna í bandi vísað úr strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar klínískar leiðbeiningar Landlæknis um greiningu og meðhöndlun áfengisvanda

Allt í lagi að fá sér einn?Frá seinni hluta síðasta árs hefur mikið verið rætt um hvort leyfa eigi að selja áfengi undir 22% að styrkleika í stórmörkuðum, en þó aðeins til kl. 20.00. Sitt sýnist hverjum og eðlilega eru skiptar skoðanir varðandi málefni sem þetta. Fyrir mörgum er þetta mikið tilfinningamál og virðist sem þær tilfinningar beri heildarskilning á málefninu yfirliði. Andstæðingar frumvarpsins sýna fram á rannsóknir sem sýna að neysla muni aukast og þjóðfélagslegur vandi einnig í kjölfarið. Í málflutningi fylgismanna er mikið tönglast á frelsi einstaklingsins til að kaupa áfengi nánast hvar sem er og þá gríðarlegu hagræðingu sem í því felst fyrir neytendur að geta kippt með sér víni um leið og keypt er í matinn. Það má vel vera að einhverjar mínútur sparist við þetta en ekki mikið meira þar sem Vínbúðir eru undantekningarlítið í næsta nágrenni, eða sama húsi, og stórmarkaðirnir. Það er hins vegar önnur rök fylgismanna frumvarpsins sem er tilefni þessarar færslu. Þar er kveðið á um að þeir fáu sem ekki höndli áfengi og misnoti það eigi ekki rétt á að halda meirihlutanum í helgreipum "frelsissviptingar". En hver er skilningur meðaljónsins á því hvað sé misnotkun á áfengi? Hvað er það að höndla ekki áfengi? Af orðum margra að dæma virðast þetta vera þeir sem rúlla ofurölvi um stræti borgarinnar og flestir kalla róna eða götufólk. Margir hafa þó aðeins víðari skilning á þessu og telja þetta þá sem drekka um hverja helgi og þá yfirleitt sjálfum sér og öðrum til ama, eða verða áberandi ölvaðir reglulega í miðri viku. En er þetta svona einfalt? Er hugsanlegt að vanþekking almennings á áfengisvanda og hvað sé áhættusöm áfengisneysla slái ryki í augu fólks? Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig aðeins á þessum grunnþáttum áður en ákvörðun er tekin varðandi fyrrnefnt frumvarp.

Landlæknisembættið birti á vef sínum í síðasta mánuði nýjar klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð áfengisvanda í heilsugæslu. Þar eru skýrar leiðbeiningar ætlaðar til notkunar í heilsugæslu og bráðamóttöku sjúkrahúsa til að meta áfengisvanda þeirra sem þangað leita. Þar segir:

"Misnotkun áfengis veldur gífurlegum heilsufarslegum skaða. Alþjóðaheilbrigðis¬málastofnunin (WHO) hefur áætlað að yfir 9% af ótímabærri fötlun eða dauða í heiminum megi rekja beint til áfengis (aðeins reykingar og hækkaður blóðþrýstingur valda meiri skaða).  Áfengismisnotkun veldur ekki einungis skaða þeim sem teljast áfengissjúkir heldur dreifist vandinn á miklu stærri hóp áfengisneytenda, aðstandenda og almennings.  Þannig veldur áfengi hlutfallslega meiri skaða hjá ungu fólki, aðallega vegna slysa og sjálfsskaða, en þeim eldri.  Rétt eins og á öðrum Vesturlöndum er áfengi aðalvímuefni Íslendinga og neysla þess hefur aukist stöðugt á síðustu árum. "

Ég vil hvetja fólk til að kynna sér hvernig unnið er við slíkar greiningar og hvar mörk eðlilegrar og skaðlegrar áfengisdrykkju liggja. Það er mál sem kemur okkur flestum við. Með því að smella á þessa setningu komist þið á síðu Landlæknisembættisins.


Henda ódýru lyfjunum?

ódýrt ruslSvo ég haldi áfram í beinu framhaldi af síðustu færslu minni um Stóra lyfjamarkaðsmálið. Ekki fyrr búinn að vista þá færslu þegar þetta kemur fram. Sextíuogtvö tonn takk fyrir, og aðeins fimm frá  apótekunum.  Í þessari frétt greip mig samt helst þessi skemmtilega fullyrðing;

"Hjördís Árnadóttir, talsmaður Actavis, segir meginástæður fyrir eyðingu lyfja fyrirtækisins þrjár. „Það þarf að eyða lyfi ef eitthvað kemur upp á í framleiðslunni sem verður til þess að það uppfylli ekki gæðakröfur. Þetta gerist mjög sjaldan,“ tekur Hjördís fram."

Ég veit ekki með ykkur, en í mínum huga er þetta aðeins ein ástæða. Hvað varð um hinar tvær?

Nú, mjög sjaldan já. Aðeins sirka 60.000 kíló sinnum þá? Ætli þetta séu mörg tonn af eldri og ódýrari samheitalyfjum sem ekki er hægt að rukka nógu mikið fyrir?


mbl.is 60 tonn af lyfjum á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann virkar fínt fyrir Wessman

Þau eru dýr, appelsínugulu lyfinMargt gott í áætlunum brennivínsráðherrans. Hins vegar festust augu mín við eftirfarandi:

"Kvað hann smæð markaðarins aðalorsök þess að takmarkaður áhugi er á innflutningi ódýrra samheitalyfja til landsins. Tæknilegar hindranir væru í vegi fyrir opnun hans, svo sem kröfur um íslenska merkimiða og fylgiseðla, sem séu sjálfsögð og eðlileg krafa neytenda, en virki sem tæknileg hindrun."

Mér hefur hingað til virst sem svo að það sé ekki smæð markaðarins sem veldur heldur gegndarlaus græðgi íslenska lyfjaframleiðandans og gróðahagsmunir hinna einokandi lyfsölukeðja. Allar tilraunir til að koma lyfjaverði niður hafa verið stöðvaðar af þessum aðilum. Það hafa meira að segja verið tekin ágæt og frekar ódýr lyf af markaði til að koma dýrari framleiðslu að. Allt til að maka krók heilags Actavis svo Wessman geti nú örugglega notið lífsins á nýjasta Harleyinu sínu. Ég hef margoft fengið lyf sem ekki fylgja leiðbeiningar og innihaldslýsingar á íslensku. Oftast er þá um dönsku að ræða svo varla er það ástæðan. Þið haldið þó ekki að stjarnfræðilegur vöxtur lyfjakóngsins sé bissnisvitinu einu að þakka? Sjáið þessar tölur:

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1243291 

Hins vegar á ríkið að sjá sóma sinn í að lækka virðisaukaskatt á lyfjum. 24,5% skattur er nánast mannréttindarbrot.


mbl.is Lyfjamarkaðurinn virkar ekki sem skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningaplokk eða raunveruleg lausn?

öruggur en ljóturGreinilega lítið í buddunni. Landlæknir gerður út af örkinni til að bera út óttablandinn boðskap um mikla vá. Vinnutap og uppgefnir foreldrar vakandi yfir veikum börnum framundan. Nú flykkjast landsmenn undir nálina og kaupa sálarfrið gagnvart öllum mögulegum pestum. Spurning hvort það virki nokkuð. Samkvæmt nýjustu pælingum Snorra í Betel dugar ekkert nema bæn og frelsun til kristinnar trúar undan pestarflóðinu. Heimsendir er nefninlega í nánd og undanfarinn er svarti dauði, samkynhneigð og inflúensa. Stofn A af heimsendi greindist fyrir jól og nú á nýju ári er um heimsendastofn B að ræða. Stutt er frá A og B yfir í dómsdagsstofn H5N1 ef mér skjátlast ekki í flokkunarfræðunum.

Ég ákvað að treysta ekki á bænina eina og fékk bólusetningarsprautu í boði vinnuveitandans s.l. haust og fékk þær upplýsingar að þetta gerði nú í sjálfu sér ekki mikið gagn. Ég myndi alveg fá flensu og verða veikur ef svo bæri undir. Nú hver er þá tilgangurinn? Er þetta friðþægingarmeðal og lyfleysa, ætlað til að róa ofurkvíðið fólk eða er eitthvað raunveruleg gagn af þessu? Ég bara spyr því ég veit ósköp fátt. Ég veit þó að húfa, trefill og vettlingar geta bjargað miklu.


mbl.is Báðir stofnar inflúensu komnir til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru Pólstjarna

Nútíma borgarísjakiÞetta hefur verið hressandi sigling yfir Atlantshafið. Siglandi kókaínfjall sem hefði nánast getað sökkt Titanic hefði þau skip mæst í myrkri.

Þess má til gamans geta að götuvirði þessa magns hér á landi er kr. 9,000,000,000,eða níu milljarðar króna. Þá er um óblandaðan skammt að ræða. Segjum að efnið sé drýgt í hlutföllunum 1:3 þá er talan komin í 21 milljarð. Mikill er vímuþorsti mannkyns.


mbl.is Fundu 600 kg af kókaíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband