Hann virkar fínt fyrir Wessman

Þau eru dýr, appelsínugulu lyfinMargt gott í áætlunum brennivínsráðherrans. Hins vegar festust augu mín við eftirfarandi:

"Kvað hann smæð markaðarins aðalorsök þess að takmarkaður áhugi er á innflutningi ódýrra samheitalyfja til landsins. Tæknilegar hindranir væru í vegi fyrir opnun hans, svo sem kröfur um íslenska merkimiða og fylgiseðla, sem séu sjálfsögð og eðlileg krafa neytenda, en virki sem tæknileg hindrun."

Mér hefur hingað til virst sem svo að það sé ekki smæð markaðarins sem veldur heldur gegndarlaus græðgi íslenska lyfjaframleiðandans og gróðahagsmunir hinna einokandi lyfsölukeðja. Allar tilraunir til að koma lyfjaverði niður hafa verið stöðvaðar af þessum aðilum. Það hafa meira að segja verið tekin ágæt og frekar ódýr lyf af markaði til að koma dýrari framleiðslu að. Allt til að maka krók heilags Actavis svo Wessman geti nú örugglega notið lífsins á nýjasta Harleyinu sínu. Ég hef margoft fengið lyf sem ekki fylgja leiðbeiningar og innihaldslýsingar á íslensku. Oftast er þá um dönsku að ræða svo varla er það ástæðan. Þið haldið þó ekki að stjarnfræðilegur vöxtur lyfjakóngsins sé bissnisvitinu einu að þakka? Sjáið þessar tölur:

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1243291 

Hins vegar á ríkið að sjá sóma sinn í að lækka virðisaukaskatt á lyfjum. 24,5% skattur er nánast mannréttindarbrot.


mbl.is Lyfjamarkaðurinn virkar ekki sem skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...enda eru þetta þeir sem myndu fagnandi taka við ólöglegu vímuefnunum ef þau yrðu lögleidd og hvetja til neyslu þeirra.

Páll Geir Bjarnason, 18.1.2008 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband