Hátíðar- og baráttufundur SÁÁ

Sat þennan ágæta fund í Háskólabíói í kvöld. Birti hér smá úttekt á hugsunum mínum meðan á honum stóð og tengi þær ræðumönnum.

1. Þórarinn Tyrfingsson.

Baráttuhundur. Fyrirlesari af guðs náð enda með æfingu í sportinu. Finnst samt alltaf eins og hann sé að lesa yfir veiku ölkunum á Vogi.

2. Siv Friðleifsdóttir.

Hún skilur þetta svo vel. Hefur svo djúpan skilning og persónulega reynslu af sjúkdómnum. Þetta er agalegt með litlu börnin og dópið. Sakaði Tóta Tyrfings síðan um lygi, haha. Sagði nánast "ekki vera vond við ríkisstjórnina, við erum góð" Lofaði bót og betrun. Versta að þar sem hún er kona og í framsóknarflokknum hlustar enginn á hana. Vonandi er þetta þó svona spútník-ráðherra. Þegar ekki er búist við neinu af manni kemur maður skemmtilega á óvart ef maður gerir eitthvað.

3. Einar Guðfinnsson.

Hann er nú ekki í lagi þessi. Fjasar þarna og þrumar alveg eins og úr ræðustól Alþingis. Virðist hafa mestan áhuga á eiturlyfjainnflutningi og minnist ekki á áfengi fyrr en í hálfnaðri ræðu sinni. Svo virðist maðurinn vera algerlega sneyddur vitneskju og skilningi um þennan sjúkdóm. Að láta sér detta í hug að árangurstengja fjárveitingar í meðferðarstofnun! Því fleiri sem verða edrú, því meiri pening! Maðurinn hlýtur að vera óður! Maður mælir ekki árangur í þessum málum á þann hátt. Vissulega eru tölur til að styðjast við, en þetta er ekkert kapphlaup! Þetta er langhlaup. Ef menn hugsuðu svona t.d. varðandi KSÍ þá hefðu landslið Íslands ekki fengið krónu nokkurn tíman. Lýsi yfir óánægju minni með hæstvirt menntamálahrokayfirvaldið, að bakka út úr auglýstu erindi sínu og senda þetta skoffín í sinn stað. Þar skaut sá stóri flokkur sig í fótinn. Kallinn vildi samt vel, þyrfti samt að kynna sér málaflokkinn og þá sérstaklega eðli alkóhólisma og fíknisjúkdóma.

4. Guðjón Frjálslyndi Kristinsson

Hahh, hann las nú bara úr stefnuskrá  Frjálslynda flokksins. Vill samt vel, og er það vel. Ekki eftirminnilegur þó, nema ef vera skyldi fyrir ... Nei, sleppum því.

5. Össur Skarphéðins

Stal senunni. Kappsamur, orðheppinn, tilfinningaríkur og hnyttinn. Lofaði öllu fögru og kannski full ákafur í þá áttina þó gott sé. Gæti komið honum í koll ef engar eru efndirnar. Hans vegna og okkar allra vona ég þó að þaðan komi sá skilningur og stuðningur sem lofað var á svo skemmtilega össurskan hátt. Hann var í ham kallinn, því verður ekki neitað. Og munum eitt, Össur framleiðir stoðtæki og það á heimsmælikvarða.

6. Skallagrímur J. Sigfússon

Jarðbundinn og öruggur. Ekki eins harðorður gegn stjórninni og Össur en skaut þó hressilega. Hófsamur í spauginu og hafði afar raunhæfar skoðanir og tillögur. Soldið útópískur þó, eins og fleiri í kvöld. Sagði samt merkilega lítið miðið við því sem ég bjóst við fyrirfram. Viljinn er samt greinilegur hjá Steingrími og hygg ég að hann myndi láta verkin tala í þessum málaflokki þó honum finnist afar gaman að fjasa. Hugsjónamaður og mannvinur, ekki við öðru að búast.

Fundarstjóri var Davíð Þór Jónsson og var hann hæfilega væld, en snyrtimennska þó í fyrirrúmi.

 

...jú! Og svo var Bubbi þarna. Auðvitað Öskrandi


Linkur dagsins er þessu nátengdur 

http://www.aardvarkarchie.com/quotes/drink.htm 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einar Guðfinnsson er sniiiiiillllllingur. Ég get alveg séð fyrir mér stemninguna í Háskólabíó þegar hann var búinn að stinga upp á þessu. Svipuð og þegar einhver prumpar í fermingarveislu og allir vita hver það var.

Haffi (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband