Færsluflokkur: Matur og drykkur

Alltaf gott að fá sér einn og svo út að hlaupa


Kjúklingur og hvítvín

Það virðist vera sama hvað um er rætt, regluleg líkamsrækt er oftast nefnt sem svona hliðarathöfn við eitthvað sem er gott. Herbalife, Hydroxycut og hvað sem allar þessar megrunar- og heilsuvörur heita koma alltaf með þeim leiðbeiningum að þau virki undravel svo lengi sem maður bara breyti mataræði og hreyfi sig reglulega. Þetta er svona naglasúpusyndróm. Þarf bara einn nagla í hörkusúpu...svo lengi sem þú bætir við kjöti, grænmeti, kryddi o.s.frv. Ég tók upp á að hugsa aðeins betur um mataræðið og stunda reglulega hreyfingu fyrir 2ur árum og árangurinn er heilmikill. Sleppti alveg þrautmarkaðssettum töfralausnum og notaði bara hliðarathafnirnar.

En minna en sjö glös af víni á viku, það er forsendan. Athugið að nefnt er vín, ekki brenndir drykkir eða bjór. Ætli myndin skekkist mikið ef notað er annað en vín? Eitt vínglas á dag er mjög lítið magn af vínanda. Hvernig ætli það sé annars fylgst með 12.000 manns á 20 árum? Ef meðaltalið hjá þeim var eitt glas á dag þýðir það 87,600,000 vínglös. Það er mikil vínsúpa.

mbl.is Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað finnst mönnum um þessa frétt

Sitt sýnist hverjum um áfengi í matvöruverzlanir. Rakst á þessa frétt á dv.is og langar til að varpa henni hér fram. Spurning hversu skynsamlegt frumvarpið er? Spurning hvaða skilaboð Sigurður Kári og co. eru að reyna að færa þjóðinni með þessu falsa frelsisfrumvarpi?

Á fyllerí fyrir hundraðkall

Breskir stórmarkaðir sæta nú gagnrýni fyrir að verðleggja bjór lægra en vatn og eru sakaðir um að stuðla að ofdrykkju sem er vandamál á Bretlandi. Líterinn er seldur á 65 krónur og er ódýrari en vatn.

Stærstu stórmarkaðir Bretlands, Tesco, Sainsbury's og Asda bjóða nú bjór á aðeins 28 krónur dósina og er lítraverðið því um 65 krónur. Það er lægra lítraverð en ódýrasta vatnið í flöskum er selt á. Breska blaðið Daily Mail heldur því fram að samkvæmt þessu sé vel hægt að fara á fyllerí fyrir hundraðkall.

Blaðið skýrir frá því að heiftarlegt verðstríð á áfengi standi nú yfir milli verslanakeðjanna þriggja. Bjór er orðinn svo ódýr að búðirnar greiða meira í áfengisgjald af hverri dós en þeir fá í kassann. Talið er að tapið af hverri dós sé um tíu krónur.

Heilbrigðisyfirvöld, læknar og þingmenn brugðust ókvæða við þegar þeim var skýrt frá þessari staðreynd. Talsmaður áfengisvarnarráðs í Bretlandi sagði að það væri engin réttlæting á því að selja bjór á „svo fáránlega lágu verði“. „Þetta sendir algjörlega út röng skilaboð til ungmenna sem eru að reyna að forðast að misnota áfengi. Þau munu halda að fyrst bjór sé svo ódýr hljóti að vera í lagi að drekka hann,“ sagði hann við blaðið.

Konunglega breska læknafélagið er svo áhyggjufullt yfir afleiðingunum af því hve verð á áfengi er lágt að það undirbýr nú stofnun félags ásamt 21 öðrum aðilum í heilbrigðisgeiranum sem ætlað er að þrýsta á yfirvöld um að hækka skatta á áfengi.

Forseti félagsins, Ian Gilmore, segir: "Það eru skýrar sannanir um að drykkjamarkaðurinn er ekki að haga sér á ábyrgan hátt varðandi verðlagningu á áfengi. Bjór, vín og sterkir drykkir eru ekki venjulegar vörur heldur lögleg fíkniefni og ættu af þeim sökum ekki að vera seld með tapi.”

Sigríður Dögg Auðunsdóttir - sigridur@dv.is http://www.dv.is/frettir/lesa/2357

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband