Varhugavert vínfrumvarp

Þetta ætti að nægja í búðir. Það er hvort eð er ekki víma sem Siggi Kári er að leitast eftirGet ekki séð annað en að allt varðandi vínfrumvarpið sé mjög vanhugsað. Rök fylgismanna eru ótrúlega ófagleg og byggjast aðallega á "ég held" og "mér finnst ólíklegt". Þeir ættu að kynna sér raunverulegar rannsóknir og vísindalega unnar kannanir um málið og taka til greina hvað gerst hefur í löndunum í kringum okkur. Í Finnlandi og á Bretlandseyjum er mikil eftirsjá að hafa opnað svona fyrir áfengissöluna. Frumvarpið er á skjön við vitræna stefnu í heilbrigðismálum sem hvetur til letjandi aðgengis (skemmtileg samblanda, letjandi-hvetjandi) í áfengis- og vímuefnamálum. Nýbúnir að taka Kódein af opnum lyfjamarkaði en segja samt; "Hmmm, bezt að skella þá vímuefninu áfengi í matvöruverzlanir. Það er svo skynsamlegt". Allt tal um"drykkjuvenjur Íslendinga" og "forræðishyggju" læt ég sem vind um eyru þjóta og bendi því til eftirfarandi tengla.

http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=6089 

http://www.hs.fi/english/article/Finland+has+highest+rate+of+cirrhosis+of+the+liver+in+Nordic+Countries/1076152945336

 http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1267141

http://www.bmj.com/archive/7088e1.htm#4-ref4 

http://www.emhf.org/resource_images/Part_07.pdf 

...o.fl. Látum þetta nægja í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hrafnkell, hvað er ekkert vandamál í Danmörku og Þýskalandi?

Skoðaðir þú tenglana?

Hversu vel að þér ertu á heilbrigðissviðinu í öðrum löndum?

Og ef Íslendingar eru fífl sem ekki kunna með áfengi og frjálsræði að fara (stórar fullyrðingar) er þá ekki eðlilegt að farið sé með þá sem fávita? Að aðhald sé miklu meira en annars staðar?

Það er ekkert mál að ná sér í áfengi hérna ef það þarf. Vínbúðir eru út um allt.

Ég átta mig ekki alveg hvað þú ert að fara með þessari færslu ??? 

Páll Geir Bjarnason, 20.10.2007 kl. 23:29

2 identicon

Mér finnst ekkert af þessum greinum sem þú bendir á styðja beinlínis undir þá skoðun þína á að ekki megi selja vín í búðum.  Alkohólismi er alvarlegur hlutur sem allir geta verið sammála um...........en rökin Páll Geir, mér finnst þau vanta.  Þú fullyrðir að Bretar og Finnar stórsjá eftir að hafa opnað fyrir áfengissöluna.  Hvernig getur þú alhæft svona hluti fyrir heilu þjóðirnar.?  Þú talar um "ótúrlega ófagleg" vinnubrögð, þar er ég þér ósammála.  Mér finnst margt í frumvarpinu vel unnið og fróðlegt.  Þegar málflutningur einkennist að hroka, stífni og stórmannlegum yfirlýsingum missir hann marks.  Því miður virðast þinn málflutingur hníga í þá átt.

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:24

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Sæll Páll Geir

Mig langar til að þú upplýsir mig um hvaðan þú hefur eftirfarandi fullyrðingu:

T.a.m hafa fjölmörg ríki Bandaríkjanna sérstakar vínbúðir líkt og við.

 Ég veit ekki um neitt fylki Bandaríkjanna sem leyfir ekki sölu á áfengum bjór í stórmörkuðum. Þrjú eða fjögur þeirra binda söluna við bjór með lágri alkahólprósentu 3.2% en það er bjór engu síður.

Hér í Virginíu eru ríkisreknar vínbúðir en þær selja engöngu áfengi og svo léttvín ættuð frá fylkinu. Aðrir selja ekki sterk vín. Ef ég er ekki ánægður með þjónustu ABC búðanna þá get ég keyrt til Maryland eða D.C. nú eða verslað á netinu þar sem er hægt að fá ginflösku á 7$

Friðjón R. Friðjónsson, 25.10.2007 kl. 21:10

4 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

fullyrðingin kom í athugasemd frá þér á blogi mínu titlað SÁÁ og vínið

Friðjón R. Friðjónsson, 26.10.2007 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband