Henda ódýru lyfjunum?

ódýrt ruslSvo ég haldi áfram í beinu framhaldi af síðustu færslu minni um Stóra lyfjamarkaðsmálið. Ekki fyrr búinn að vista þá færslu þegar þetta kemur fram. Sextíuogtvö tonn takk fyrir, og aðeins fimm frá  apótekunum.  Í þessari frétt greip mig samt helst þessi skemmtilega fullyrðing;

"Hjördís Árnadóttir, talsmaður Actavis, segir meginástæður fyrir eyðingu lyfja fyrirtækisins þrjár. „Það þarf að eyða lyfi ef eitthvað kemur upp á í framleiðslunni sem verður til þess að það uppfylli ekki gæðakröfur. Þetta gerist mjög sjaldan,“ tekur Hjördís fram."

Ég veit ekki með ykkur, en í mínum huga er þetta aðeins ein ástæða. Hvað varð um hinar tvær?

Nú, mjög sjaldan já. Aðeins sirka 60.000 kíló sinnum þá? Ætli þetta séu mörg tonn af eldri og ódýrari samheitalyfjum sem ekki er hægt að rukka nógu mikið fyrir?


mbl.is 60 tonn af lyfjum á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnbjörn Þorvaldsson

Ef þú hefðir ekki hætt að lesa þarna hefðirðu séð að beinni tilvitnun lauk og blaðamaðuðr skýrði hinar ástæðurnar með eigin orðum:

Í öðru lagi getur þurft að eyða hluta af svokallaðri framleiðslulotu ef lyfið sem eftir er er orðið of gamalt, að sögn Hjördísar.

Hún segir að lyfjum sem aldrei séu hugsuð til sölu sé einnig eytt...
Hvað um það, lyfjamálin eru ekki í lagi á þessu blessaða skeri okkar, ég vil ekki gera lítið úr þeim vanda en gott væri að vanda til verks í opinberu bloggi sem vísað er í úr frétt

Finnbjörn Þorvaldsson, 18.1.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þegar ég skrifaði þessa færslu lauk fréttinni þar sem tilvitnun minni lýkur. Hún hefur greinilega verið birt ófullkláruð og því síðan kippt í lag.

Páll Geir Bjarnason, 18.1.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband