Peningaplokk eða raunveruleg lausn?

öruggur en ljóturGreinilega lítið í buddunni. Landlæknir gerður út af örkinni til að bera út óttablandinn boðskap um mikla vá. Vinnutap og uppgefnir foreldrar vakandi yfir veikum börnum framundan. Nú flykkjast landsmenn undir nálina og kaupa sálarfrið gagnvart öllum mögulegum pestum. Spurning hvort það virki nokkuð. Samkvæmt nýjustu pælingum Snorra í Betel dugar ekkert nema bæn og frelsun til kristinnar trúar undan pestarflóðinu. Heimsendir er nefninlega í nánd og undanfarinn er svarti dauði, samkynhneigð og inflúensa. Stofn A af heimsendi greindist fyrir jól og nú á nýju ári er um heimsendastofn B að ræða. Stutt er frá A og B yfir í dómsdagsstofn H5N1 ef mér skjátlast ekki í flokkunarfræðunum.

Ég ákvað að treysta ekki á bænina eina og fékk bólusetningarsprautu í boði vinnuveitandans s.l. haust og fékk þær upplýsingar að þetta gerði nú í sjálfu sér ekki mikið gagn. Ég myndi alveg fá flensu og verða veikur ef svo bæri undir. Nú hver er þá tilgangurinn? Er þetta friðþægingarmeðal og lyfleysa, ætlað til að róa ofurkvíðið fólk eða er eitthvað raunveruleg gagn af þessu? Ég bara spyr því ég veit ósköp fátt. Ég veit þó að húfa, trefill og vettlingar geta bjargað miklu.


mbl.is Báðir stofnar inflúensu komnir til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband