Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
18.1.2008 | 07:00
Henda ódýru lyfjunum?
Svo ég haldi áfram í beinu framhaldi af síðustu færslu minni um Stóra lyfjamarkaðsmálið. Ekki fyrr búinn að vista þá færslu þegar þetta kemur fram. Sextíuogtvö tonn takk fyrir, og aðeins fimm frá apótekunum. Í þessari frétt greip mig samt helst þessi skemmtilega fullyrðing;
"Hjördís Árnadóttir, talsmaður Actavis, segir meginástæður fyrir eyðingu lyfja fyrirtækisins þrjár. Það þarf að eyða lyfi ef eitthvað kemur upp á í framleiðslunni sem verður til þess að það uppfylli ekki gæðakröfur. Þetta gerist mjög sjaldan, tekur Hjördís fram."
Ég veit ekki með ykkur, en í mínum huga er þetta aðeins ein ástæða. Hvað varð um hinar tvær?
Nú, mjög sjaldan já. Aðeins sirka 60.000 kíló sinnum þá? Ætli þetta séu mörg tonn af eldri og ódýrari samheitalyfjum sem ekki er hægt að rukka nógu mikið fyrir?
60 tonn af lyfjum á haugana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2008 | 04:13
Hann virkar fínt fyrir Wessman
Margt gott í áætlunum brennivínsráðherrans. Hins vegar festust augu mín við eftirfarandi:
"Kvað hann smæð markaðarins aðalorsök þess að takmarkaður áhugi er á innflutningi ódýrra samheitalyfja til landsins. Tæknilegar hindranir væru í vegi fyrir opnun hans, svo sem kröfur um íslenska merkimiða og fylgiseðla, sem séu sjálfsögð og eðlileg krafa neytenda, en virki sem tæknileg hindrun."
Mér hefur hingað til virst sem svo að það sé ekki smæð markaðarins sem veldur heldur gegndarlaus græðgi íslenska lyfjaframleiðandans og gróðahagsmunir hinna einokandi lyfsölukeðja. Allar tilraunir til að koma lyfjaverði niður hafa verið stöðvaðar af þessum aðilum. Það hafa meira að segja verið tekin ágæt og frekar ódýr lyf af markaði til að koma dýrari framleiðslu að. Allt til að maka krók heilags Actavis svo Wessman geti nú örugglega notið lífsins á nýjasta Harleyinu sínu. Ég hef margoft fengið lyf sem ekki fylgja leiðbeiningar og innihaldslýsingar á íslensku. Oftast er þá um dönsku að ræða svo varla er það ástæðan. Þið haldið þó ekki að stjarnfræðilegur vöxtur lyfjakóngsins sé bissnisvitinu einu að þakka? Sjáið þessar tölur:
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1243291
Hins vegar á ríkið að sjá sóma sinn í að lækka virðisaukaskatt á lyfjum. 24,5% skattur er nánast mannréttindarbrot.
Lyfjamarkaðurinn virkar ekki sem skyldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |