Furðulegt orð

Enn á ný missa ítalskar bullur sig í ofbeldi. Mér finnst samt furðulegt að fréttamenn skuli kalla þetta "knattspyrnuunnendur". Það er undarleg ást sem brýst út í ofbeldi. Eru þetta þá ástríðuglæpir? Maður spyr sig hvort um raunverulega unnendur knattspyrnu sé að ræða eða bara ofbeldisdýrkun í skjóli kappleikja?
mbl.is Óeirðir brutust út á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað finnst mönnum um þessa frétt

Sitt sýnist hverjum um áfengi í matvöruverzlanir. Rakst á þessa frétt á dv.is og langar til að varpa henni hér fram. Spurning hversu skynsamlegt frumvarpið er? Spurning hvaða skilaboð Sigurður Kári og co. eru að reyna að færa þjóðinni með þessu falsa frelsisfrumvarpi?

Á fyllerí fyrir hundraðkall

Breskir stórmarkaðir sæta nú gagnrýni fyrir að verðleggja bjór lægra en vatn og eru sakaðir um að stuðla að ofdrykkju sem er vandamál á Bretlandi. Líterinn er seldur á 65 krónur og er ódýrari en vatn.

Stærstu stórmarkaðir Bretlands, Tesco, Sainsbury's og Asda bjóða nú bjór á aðeins 28 krónur dósina og er lítraverðið því um 65 krónur. Það er lægra lítraverð en ódýrasta vatnið í flöskum er selt á. Breska blaðið Daily Mail heldur því fram að samkvæmt þessu sé vel hægt að fara á fyllerí fyrir hundraðkall.

Blaðið skýrir frá því að heiftarlegt verðstríð á áfengi standi nú yfir milli verslanakeðjanna þriggja. Bjór er orðinn svo ódýr að búðirnar greiða meira í áfengisgjald af hverri dós en þeir fá í kassann. Talið er að tapið af hverri dós sé um tíu krónur.

Heilbrigðisyfirvöld, læknar og þingmenn brugðust ókvæða við þegar þeim var skýrt frá þessari staðreynd. Talsmaður áfengisvarnarráðs í Bretlandi sagði að það væri engin réttlæting á því að selja bjór á „svo fáránlega lágu verði“. „Þetta sendir algjörlega út röng skilaboð til ungmenna sem eru að reyna að forðast að misnota áfengi. Þau munu halda að fyrst bjór sé svo ódýr hljóti að vera í lagi að drekka hann,“ sagði hann við blaðið.

Konunglega breska læknafélagið er svo áhyggjufullt yfir afleiðingunum af því hve verð á áfengi er lágt að það undirbýr nú stofnun félags ásamt 21 öðrum aðilum í heilbrigðisgeiranum sem ætlað er að þrýsta á yfirvöld um að hækka skatta á áfengi.

Forseti félagsins, Ian Gilmore, segir: "Það eru skýrar sannanir um að drykkjamarkaðurinn er ekki að haga sér á ábyrgan hátt varðandi verðlagningu á áfengi. Bjór, vín og sterkir drykkir eru ekki venjulegar vörur heldur lögleg fíkniefni og ættu af þeim sökum ekki að vera seld með tapi.”

Sigríður Dögg Auðunsdóttir - sigridur@dv.is http://www.dv.is/frettir/lesa/2357

Það sem ein rannsókn segir hollt segir önnur að sé óhollt

Alltaf koma upp öðru hvoru niðurstöður hinna og þessa rannsókna. Svo virðist sem þær geti verið þvert á hver aðra og allt hljómar þetta mjög þversagnakennt. Þess vegna er mikilvægt að skoða forsendur rannsóknanna. Hvað er verið að leita að, hvernig og hvers vegna. Sjáið t.d. þessa grein sem virðist byggja á aðeins víðari forsendum en sú danska

http://www.guardian.co.uk/uk_news/story/0,3604,621861,00.html


mbl.is Vín er hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varhugavert vínfrumvarp

Þetta ætti að nægja í búðir. Það er hvort eð er ekki víma sem Siggi Kári er að leitast eftirGet ekki séð annað en að allt varðandi vínfrumvarpið sé mjög vanhugsað. Rök fylgismanna eru ótrúlega ófagleg og byggjast aðallega á "ég held" og "mér finnst ólíklegt". Þeir ættu að kynna sér raunverulegar rannsóknir og vísindalega unnar kannanir um málið og taka til greina hvað gerst hefur í löndunum í kringum okkur. Í Finnlandi og á Bretlandseyjum er mikil eftirsjá að hafa opnað svona fyrir áfengissöluna. Frumvarpið er á skjön við vitræna stefnu í heilbrigðismálum sem hvetur til letjandi aðgengis (skemmtileg samblanda, letjandi-hvetjandi) í áfengis- og vímuefnamálum. Nýbúnir að taka Kódein af opnum lyfjamarkaði en segja samt; "Hmmm, bezt að skella þá vímuefninu áfengi í matvöruverzlanir. Það er svo skynsamlegt". Allt tal um"drykkjuvenjur Íslendinga" og "forræðishyggju" læt ég sem vind um eyru þjóta og bendi því til eftirfarandi tengla.

http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=6089 

http://www.hs.fi/english/article/Finland+has+highest+rate+of+cirrhosis+of+the+liver+in+Nordic+Countries/1076152945336

 http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1267141

http://www.bmj.com/archive/7088e1.htm#4-ref4 

http://www.emhf.org/resource_images/Part_07.pdf 

...o.fl. Látum þetta nægja í bili. 


Hvílík leti

Hef verið mjög slappur í blogginu. Það er mál að rífa upp einhver skrif og taka sig saman í rithöndinni.

 

Lífið er gott, kvæntur og góður. Það er gríðarlegt mál að eiga konu sem er af erlendu bergi  

brotin og reyna að koma henni inn í íslenskt þjóðfélag. Þyrfti að hringja í Jónínu Bjartmarz. Verst að hún missti þingsætið, spurning um að finna annan bitling.

góða nótt 


Ísland - Pólland

czekolada prince polo

Ég er hættur að borða prins póló. Ekki viss um að ég kaupi framar pólskar verkamannapylsur, en er samt ekki viss. SS voru jú vondir við gyðinga...

 

Tengill dagsins sýnir okkur svo ekki verður um villst að við getum ekki kvartað mikið yfir kuldanum í janúar... gæti verið verra

http://www.markdaviesmedia.com/cold 


Önnur sautján ár?

Er að horfa á Man Utd.-Liverpool. Seinni hálfleikur. Staðan er tvö-núll. Vissi það svo sem fyrirfram að Liverpool myndi tapa þessu, en nú er ég farinn að halda að ég þurfi að bíða í önnur sautján ár eftir enska titlinum. Þögull sem gröfin

HvalkjötÓska þjóðinni hins vegar til hamingju með fyrstu sjávarbeljuna. Þrátt fyrir að sjávarbeljukjöt sé herramanns matur þá er ég ekki viss um að þetta hafi verið sniðugt. Ég ét það af beztu lyzt ef það er í boði en lifi alveg af án þess. Það er nóg annað að bíta og brenna. Mæli með að Íslendingar taki aftur upp álfaveiðar enda reykt álfalæri með gómsætari krásum. Eins er steiktur tröllahryggur mjög ljúffengur. Álfa- og tröllaskyttur landsins, sameinið krafta ykkar og berjist fyrir málstað ykkar. Ekkert varið í að skjóta tófur og refi, enda óæt kvikindi.

 Liverpool klæðist einmitt rauðum búningum

 

Þá velti ég nú einu fyrir mér. Það eru einmitt sautján ár síðan hvalveiðar í atvinnuskyni voru stundaðar hér við land síðast. Ætli þetta þýði að Liverpool verði enskur meistari í vor? Maður getur altént vonað það. Svo virðist sem ótrúlegir hlutir getir gerst á sautján ára fresti.

Linkur dagsins: Ágætis eftirherma sem tekur fyrir 25 mest pirrandi rokksöngvara sögunnar. Ansi skemmtilegur 

http://www.dump.com/bmgte/ 


Í dag

Fór ég í ræktina.

HarleyBrunaði um á Harley-inu.

Heimsótti bróður minn og snarklikkaða syni hans.

Kíkti við hjá veikri móður minni.

Hitti nýjan frambjóðanda Samfylkingarinnar í Kraganum, Árna Pál Árnason. Ansi frambærilegur maður sem mér líst vel á.

Sá Ísland tapa einum landsleiknum enn í fótbolta, ekkert kom á óvart þar.

Linkur dagsins sýnir okkur hins vegar hvað snillingar gera við bolta. Þeir láta þá dansa og spila, kíkið á þetta því þetta er ansi magnað

It takes a lot of BALLS to make a Video like this on Tech Pedia


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband