22.10.2006 | 13:38
Önnur sautján ár?
Er að horfa á Man Utd.-Liverpool. Seinni hálfleikur. Staðan er tvö-núll. Vissi það svo sem fyrirfram að Liverpool myndi tapa þessu, en nú er ég farinn að halda að ég þurfi að bíða í önnur sautján ár eftir enska titlinum.
Óska þjóðinni hins vegar til hamingju með fyrstu sjávarbeljuna. Þrátt fyrir að sjávarbeljukjöt sé herramanns matur þá er ég ekki viss um að þetta hafi verið sniðugt. Ég ét það af beztu lyzt ef það er í boði en lifi alveg af án þess. Það er nóg annað að bíta og brenna. Mæli með að Íslendingar taki aftur upp álfaveiðar enda reykt álfalæri með gómsætari krásum. Eins er steiktur tröllahryggur mjög ljúffengur. Álfa- og tröllaskyttur landsins, sameinið krafta ykkar og berjist fyrir málstað ykkar. Ekkert varið í að skjóta tófur og refi, enda óæt kvikindi.
Liverpool klæðist einmitt rauðum búningum |
Þá velti ég nú einu fyrir mér. Það eru einmitt sautján ár síðan hvalveiðar í atvinnuskyni voru stundaðar hér við land síðast. Ætli þetta þýði að Liverpool verði enskur meistari í vor? Maður getur altént vonað það. Svo virðist sem ótrúlegir hlutir getir gerst á sautján ára fresti.
Linkur dagsins: Ágætis eftirherma sem tekur fyrir 25 mest pirrandi rokksöngvara sögunnar. Ansi skemmtilegur
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 20.10.2007 kl. 23:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.