Brotalöm í hönd

I can see my house from here! Lítið hefur verið bloggað upp á síðkastið en það á sér eðlilegar skýringar. Ég álpaðist nefninlega til að framkvæma áhættusaman leik, stökkva á skíðum. Stökkið varð í sjálfu sér mjög gott, hátt og kraftmikið. Hins vegar varð lendingin ekki eins og best verður á kosið. Ég lenti nefninlega kylliflatur á andliti og bringu í harðfenninu. Við þetta splundraðist bein í hönd, brákuðust tvö rifbein, sprakk vör, rispaðist hálft andlitið og losnuðu tvær tennur. Þegar ég rankaði úr rotinu stuttu síðar þurfti ég að fara í aðgerð á hönd og hef verið með þá hægri í gipsi s.l. 4 vikur. Sannkölluð brotalöm í hönd. Blóm og kransar afþakkaðir en stöku tissjú velkomið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Elsku veslings kallinn... Ég sendi þér samúðarkveðjur með von um skjótan bata án óþarfa þjáninga.

Brynjar Jóhannsson, 25.2.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband