24.1.2008 | 09:56
Staða konunnar...
...er bersýnilega í bandi við hlið "eiganda" síns skv. þessum ágætu Gotum. Maður veltir fyrir sér hvað Sóleyju Tómasdóttur fyndist nú um þetta? Ég er ekki hissa á að blessuðum Gotanum hafi þótt þetta sérkennileg tillaga hjá unnustunni. Ekki myndi ég nenna að standa í þessu þó hugmyndin sé vissulega skemmtileg og frumleg. Þetta er samt frábær lausn fyrir fólk sem hugnast ekki að axla neina ábyrgð. Meðvitaðar aðgerðir til að sleppa billega frá daglegu amstri. Stundum er þægilegt að láta hugsa algerlega um sig. Í fornsögunum nefndust slíkir menn kolbítar. Þeir risu þó ávallt úr öskustó að lokum, slepptu pilsfaldi móður sinnar og gerðust allra manna gjörvulegastir. Ég spá því að eins sé farið með þessa ágætu gotnesku unglingsstúlku. Þegar hún þroskast aðeins á hún eftir að sleppa ólinni. Sú spurning sem brennur mest á vörum mínum er þó hvort hún hringi sig til fóta eigandans á næturnar?
Gota með kærustuna í bandi vísað úr strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Athugasemdir
Allar konur eru í ól, hvort þær eru sýnilegar eður ei. Við getum allt eins viðurkennd það núna fyrst þessi fjandans Goti þurfti að láta sína ól sjást. Vonandi fatta þær það ekki, við skulum sjá til Bobbi, kannski kemst þetta ekki upp.
Skáholt, 24.1.2008 kl. 17:12
...uuussssssuuuhhh... ekki segja
Páll Geir Bjarnason, 24.1.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.